Sendiherra Þýskalands lést í bílslysi

Karl-Ulrich Müller.
Karl-Ulrich Müller.

Maðurinn sem lést í bílslysinu í Norðurárdal í gær var Dr. Karl-Ulrich Müller, sendiherra Þýskalands á Íslandi. Þetta staðfestir þýska sendiráðið. 

Müller var skipaður sendiherra á Íslandi árið 2007 en hann hafði áður gegnt utanríkisstörfum víða, s.s. í New York og Moskvu. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn.

Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki fannst Müller látinn í bifreið sinni í Norðurá í Norðurárdal, skammt frá Öxnadalsheiði. Tildrögin liggja ekki fyrir en málið er í rannsókn. Það er rannsakað sem banaslys.

Lögreglu- og björgunarsveitarmenn leituðu mannsins í Skagafirði og Húnavatnssýslu í gær ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert