Fyrstur Íslendinga á Mt. Cook

Atli Pálsson og James McEwan á tindi Mt. Cook
Atli Pálsson og James McEwan á tindi Mt. Cook

Fjallagarparnir Atli Pálsson og James McEwan, undanfarar í Hjálparsveit skáta í Kópavogi, klifruðu á tind Mt. Cook, hæsta fjalls Nýja Sjálands þann 25. janúar. Atli varð þar með fyrstur Íslendinga til að klífa Mt. Cook sem er 3.754 metra hátt og eitt af helsta markmið fjallamanna um allan heim.

Mt. Cook þykir afar fallegt fjall, það er bratt og gnæfir hátt yfir suður ölpum Nýja Sjálands en vandasamt þykir að ná tindinum. Veðráttan á svæðinu minnir um margt á Ísland, þar eru kröftug veður algeng en félagarnir Atli og McEwan voru svo heppnir að frábært veður á tindinum, logn og hvergi ský að sjá, að því er segir í tilkynningu.

Ferðin á fjallið tók alls fjóra daga en á toppadaginn sjálfan gengu þeir í 14,5 klukkustundir. Á heimleiðinni var þeim ekki þorrinn kraftur því þá klifruðu þeir yfir 3000 metra háan fjallshrygg sem skiptir suður ölpunum í tvennt og reyndist sá dagur síst minna ævintýri en fjallið sjálft, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert