Gráta ekki granirnar

Það voru ekki bara stýrivextir sem voru skornir niður í morgun heldur varð skeggvöxtur tveggja veitingamanna einnig fyrir barðinu á skurðarhnífnum.

Veitingamennirnir Tómas Tómasson og Úlfar Eysteinsson hétu því í maí í fyrra að skerða ekki skegg sitt fyrr en stýrivextir Seðlabankans lækkuðu niður í eins stafs tölu. Nokkur bið varð á því eins og síðar granir tvemenninganna báru vitni um, allt þar til í morgun þegar tilkynnt var um að vextir yrðu loks lækkaðir niður í 9,5 prósent. Og þá var ekkert verið að tvínóna við hlutina heldur mættu þeir félagar í rakstur í Seðlabankanum sjálfum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert