Bolvíkingur dúxaði í atvinnuflugmannsnámi

Andri Jónsson.
Andri Jónsson. mynd/bb.is

Bolvíski atvinnuflugmannsneminn Andri Jónsson, hlaut hæstu meðaleinkun sem gefin hefur verið í bóklegu atvinnuflugmannsnámi Flugmálastjórnar Íslands. Hann fékk einkunina 9,8.

Fram kemur á vefnum vikari.is, að þetta sé hæsta einkunn sem gefin hafi verið frá því að atvinnuflugmannspróf voru haldin samkvæmt reglum samtaka evrópskra flugmálastjórna en slík próf voru fyrst haldin árið 2000.

Andri útskrifaðist einnig með hæstu einkunn úr bóklegu atvinnuflugmannsnámi frá Flugskóla Íslands á dögunum með meðaleinkunina 9,4. Fékk hann sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í náminu og hlaut að launum flugtíma á flugvél skólans og tíma í flughermi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert