Hótelkeðjur sýna áhuga en hótelið verður minna

Harpa að rísa en hótelið verður í nágrenni hennar.
Harpa að rísa en hótelið verður í nágrenni hennar. Ragnar Axelsson

Nokkrar alþjóðlegar hótelkeðjur hafa sýnt áhuga á að reka hótel við Austurhöfnina við hlið tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Stærð hótelsins er hins vegar ekki sú sama og gert var ráð fyrir í upphafi; engar íbúðir er lengur að finna í hótelinu og herbergjum hefur verið fækkað.

Áfram er gert ráð fyrir að þarna rísi lúxushótel og ef markmið nást gæti það orðið árið 2013.

Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Situsar, sem hefur meðal annars með fasteigna- og rekstrarfélag hótels við Austurhöfnina að gera, segir að fyrsta skrefið hafi verið að gera upplýsingarit um þetta hótel í hjarta Reykjavíkur. Þýskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í hótelbyggingum og -rekstri, vann skýrsluna. Næst á dagskrá er að kynna hótelkeðjum verkefnið og vekja áhuga þeirra og síðan að finna fjárfesta.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert