Stefnir á sjö tinda evrópsku Alpanna

Ágúst Kristján Steinarsson með eiginkonu sinni Björgu Ragnheiði Vignisdóttur og …
Ágúst Kristján Steinarsson með eiginkonu sinni Björgu Ragnheiði Vignisdóttur og dóttur, Heklu Petronellu. Ágúst er mikill klifurmaður. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ágúst Kristján Steinarsson hyggst klífa sjö tinda evrópsku Alpanna, þeirra á meðal hið sögufræga Matterhorn, í sumar til að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að stóma þurfi ekki að vera nein hindrun.

Ágúst greindist með ristilkrabbamein fyrir tveimur árum fyrir hreina tilviljun en hann var þá aðeins 28 ára gamall. Hann hafði þá þjáðst af sáraristilbólgu í fimm ár en þegar krabbameinið uppgötvaðist var ristillinn fjarlægður. Ágúst hefur síðan verið með stóma en þvert á það sem hann hélt hafa lífsgæði hans ekki versnað. Hann ber Stómasamtökunum vel söguna og þakkar þeim mikilvægan stuðning.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert