Stöðugir smáskjálftar

Eyjafjallajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma. Mest er vitað …
Eyjafjallajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma. Mest er vitað um gosið 1821 til 1823. rax

Stöðugir smáskjálftar eru undir Eyjafjallajökli, en ekki er um gosóróa að ræða, að sögn Steinunnar S. Jakobsdóttur, verkefnisstjóra jarðváreftirlits hjá Veðurstofu Íslands. GPS mælir við Þorvaldseyri sýnir enn þenslu jarðskorpunnar sem ekki virðist þó vera að aukast.

Steinunn sagði að svo virðist sem hraði þenslunnar samkvæmt síðustu tíu mælipunktum GPS-mælisins sé ekki jafn mikill og í vikunni á undan. Frá áramótum hefur mælirinn færst um nálægt 40 mm til suðurs sem bendir til þenslu jarðskorpunnar.

Jarðskjálftarnir undir jöklinum eru mjög tíðir en margir mjög litlir. Þeir sem tekst að staðsetja þokkalega vel virðast vera allt niður á 10 km dýpi  eða nálægt því. Margir skjálftanna eru svo litlir og sjást það illa að staðsetning þeirra er ekki nákvæm.

„Það er dálítið mikil virkni, en það er ekkert annað sem bendir til að það séu endilega neinar breytingar í gangi,“ sagði Steinunn.

Mögulega er það  kvikuinnskot undir jöklinum til suðausturs sem  veldur þessum áhrifum, en ekki er hægt að staðfesta það að svo stöddu, að mati Steinunnar. 

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar sýnir vel skjálftana sem mælast við Eyjafjallajökul.
Jarðskjálftakort Veðurstofunnar sýnir vel skjálftana sem mælast við Eyjafjallajökul. www.vedur.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert