Bannað innan 18 í ljósabekki

Ljósabekkur.
Ljósabekkur. mbl.is

Ríkisstjórn samþykkti í dag tillögu Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra um bann við ljósabekkjanotkun fólks yngra en 18 ára. Með samþykkt frumvarps um slíkt bann verður Ísland, eftir því sem næst verður komist, fyrst Norðurlandanna til að innleiða slíkar reglur.

Í Finnlandi er ráðgert að leggja sambærilegt frumvarp fram á haustþingi. Frumvarp um breytingu á lögum um geislavarnir verður lagt fyrir Alþingi eftir kynningu í þingflokkum. 

Banninu er ekki ætlað að koma í veg fyrir að sólarlampar séu notaðir að læknisráði, heldur snýr það aðeins að notkun sólarlampa í fegrunarskyni.

Tillagan nýtur eindregins stuðnings starfshóps um útfjólubláa geislun, sem auk fulltrúa Geislavarna ríkisins er skipaður fulltrúa Krabbameinsfélagsins, landlæknis, Lýðheilsustöðvar og Félags húðlækna.

Frétt frá heilbrigðisráðuneytinu um ljósabekkjabann innan 18

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert