Skortir upplýsingagjöf um ESB-aðild

Timo Summa.
Timo Summa. Ernir Eyjólfsson

Ljóst er að Evrópusambandið getur lifað án Íslands, hefur gert það í mörg ár og Ísland getur vafalaust lifað án Evrópusambandsins. En spurningin er hvort það er betra fyrir báða að vinna miklu nánar saman,“ segir Finninn Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi.

Hann flutti erindi um stækkun ESB og umsókn Íslands á fundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í gær.

Sagði Summa að það sem helst þyrfti nú að laga varðandi aðildarferlið af hálfu Íslendinga væri upplýsingagjöf stjórnvalda og umræðan innanlands.

„Ef ég tek dæmi af Finnlandi þá var ríkisstjórnin mjög virk á margan hátt og studdi ríkulega með fé bæði hreyfingar gegn aðild og með aðild,“ sagði Summa.

Sjá nánari umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert