Rýming í fullum gangi

Markarfljót þrútið í flóðunum.
Markarfljót þrútið í flóðunum. mbl.is/Árni Sæberg

Allsherjarýmingin er í fullum gangi í Fljótshlíð og Landeyjum. Rýming hefur gengið vel að sögn almannavarna. Það er búið að ljúka rýmingu á hluta af svæðinu en verið að ljúka rýmingu á svæðum sem liggur mest á að sögn Víðis Reynissonar, deildarstjóra almannavarna.

„Það er að verða miklu meira tjón, virðist vera. Það eru komin skörð í varnargarða og erfitt að átta sig á því á þessari stundu hvað það þýðir nákvæmlega,“ segir Víðir.

 Jökulhlaupið sem er að koma niður Gígjökul er stærra en það sem menn hafa séð hingað til að sögn Víðis. Bæði mikil drulla og jakaburður í því. „Það er meiri rofamáttur í því þess vegna eru varnargarðarnir kannski að gefa sig.“

Engan hefur sakað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert