Öskuský fram í næstu viku

Öskuskýið yfir Suðurlandi.
Öskuskýið yfir Suðurlandi. Reuters

Veðurstofan segir, að vindáttir, sem blásið hafa ösku frá eldgosinu í Eyjafjallajökli yfir Evrópu síðustu daga með þeim afleiðingum að allt flug hefur stöðvast, muni verða áfram næstu tvo daga og hugsanlega fram í miðja næstu viku.

„Við búumst við nánast óbreyttum vindáttum í háloftinu. Askan mun áfram berast í átt til Bretlands og Norðurlandanna," hefur AFP fréttastofan eftir Teiti Arasyni, veðurfræðingi.  

„Þannig verður staðan næstu daganna... nánast óbreytt næstu tvo daga og hugsanlega næstu 4-5 daga."  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert