Ábyrgjast Icesave- greiðslur

Íslensk stjórnvöld standa við fyrri yfirlýsingar um að þau séu viljug til að tryggja að Bretland og Holland fái greitt til baka fé, sem ríkin greiddu innistæðueigendum Icesave.

Þar segir einnig að Ísland hafi sagt breskum og hollenskum stjórnvöldum að þau muni fá eðlilega vexti á féð, að því gefnu að heildstætt samkomulag náist um Icesave-málið.

Í viljayfirlýsingunni kemur einnig fram að fyrir árslok 2010 sé stefnt að lagasetningu um fjárhag sveitarfélaga. Í þeim lögum yrðu sveitarfélögum sett skýr takmörk varðandi lántöku og fjárhagslegan rekstur. Eftirlit opinberra aðila með þróun fjárhags hjá sveitarfélögunum yrði hert. Athygli vekur að einnig er gert ráð fyrir því að í lögunum yrði kveðið á um viðurlög ef ákvæðum laganna er ekki fylgt.

Sjá nánar um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert