Eldgosið mikið sjónarspil

Landhelgisgæslan flaug yfir Eyjafjalljökul fyrr í dag með vísindamönnum. Samkvæmt síðustu athugunum nær gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli um 12-15 þúsund feta hæð. Hann stóð beint í suður frá eldstöðinni síðdegis í dag. Í kvöld og nótt lægir á svæðinu, að sögn Veðurstofu Íslands.

Eldvirkni er enn í þremur gígum sem ennþá virðast vera aðskildir að sögn almannavarna. Gosmökkurinn rís enn en er lítill og ljós sem bendir til að gjóska sé ekki mikil í honum. Gjóskan úr eldstöðinni virðist hlaðast upp á brúnina og mynda þar hrygg.

Kleprar úr sprengingum í gígnum náðu í um 1,5 - 3 km hæð í morgun. Ekkert hraunrennsli var frá gígunum. Sunnar náðu öskuskýin í um 5-6 km hæð.  Ekki hægt að merkja hraunrennsli frá gosinu, hvorki til norðurs né suðurs.

Hætta á hlaupi er ekki til staðar vegna sírennslis vatns niður jökulinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert