Sálfræðingur verður til viðtals

Rauði kross Íslands vinnur að því í samvinnu við heimamenn að veita íbúum og þeim sem orðið hafa fyrir áhrifum af völdum eldgossins sálrænan stuðning.

Sálfræðingur verður til viðtals í Heimalandi í dag, þriðjudag, frá klukkan 12-14. Frekari viðvera sálfræðings verður auglýst síðar. Einnig var farið í Grunnskólann á Hvolsvelli og rætt við nemendur og kennara.

Boðið verður upp á opið hús fyrir þá sem eru á höfuðborgarsvæðinu, í Rauðakrosshúsinu Borgartúni 25, á miðvikudaginn frá klukkan 14-16.

Sjá nánar um eldgosið, áhrif þess og afleiðingar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert