Hraun bræðir sér leið

Hvítu gufurnar eru þar sem hraun mætir ís. Grái mökkurinn …
Hvítu gufurnar eru þar sem hraun mætir ís. Grái mökkurinn stendur upp af gígnum. Þórdís Högnadóttir/Jarðvísindastofnun HÍ

Hraun úr gígnum á Eyjafjallajökli er tekið að bræða sig inn í jökulinn til norðurs, í átt að Gígjökli. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor flaug ásamt fleiri vísindamönnum með Flugfélaginu Erni yfir gosstöðvarnar í dag. Hann sagði að þeir hafi séð gufuna stíga upp þar sem ísinn var að bráðna.

Magnús Tumi sagði að hraunið sé að bræða sér leið til norðurs og gosdældirnar séu að stækka í þá átt.  „Við sáum gufuna stíga af hrauninu,“ sagði Magnús Tumi. „Hraunið leitar undan hallanum norður frá gígunum og er komið nokkur hundruð metra. Það stefnir niður vatnsrásina að Gígjökli. Þetta er skýringun á vatninu sem er að renna.“

Magnús sagði að ísstálið sé um 150 metra þykkt þar sem hraunið bræðir jökulinn neðanfrá og lengir dældirnar. Mjög hefur dregið úr krafti eldgossins og metur Magnús kraft þess nú svipaðan og eldgossins á Fimmvörðuhálsi. Hann sagði að hraunstraumurinn sé ekki mikill og öskumyndun lítil. 

Á vefmyndavél Vodafone má sjá gufu stíga upp þar sem …
Á vefmyndavél Vodafone má sjá gufu stíga upp þar sem hraunið er að bræða sér leið inn í jökulstálið. www.vodafone.is/eldgos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert