Öskumistur gæti borist norður

Gosstrókurinn undir kvöld gær séður gegnum vefmyndavél Vodafone.
Gosstrókurinn undir kvöld gær séður gegnum vefmyndavél Vodafone. www.vodafone.is/

Veðurstofan segir að austanstrekkingur og rigning verði sunnanlands í dag en hægari norðaustlæg átt og þurrviðri nyrðra. Gosaska frá Eyjafjallajökli berst til vesturs en rigning dregur úr öskumistri, einkum þegar fjær dregur eldstöðinni. Lítilsháttar öskumistur getur þó borist til Reykjavíkur og einnig til Norðvesturlands.

Veðurstofan segir, að norðvestanlands hvessi síðdegis og líkur séu á éljum við norður- og austurströndina. Hægari austanátt verður í nótt og á morgun og úrkoma með köflum suðvesturlands, en annars bjart að mestu.

Hiti verður 0 til 8 stig yfir daginn, hlýjast suðvestantil, en víða frost í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert