Loftrými suðvestanlands lokað

Innanlandsflug liggur niðri vegna gjóskudreifingar.
Innanlandsflug liggur niðri vegna gjóskudreifingar.

Flugstoðir segja ljóst, að miðað við fyrirliggjandi spár um gjóskudreifingu verði loftrýmið umhverfis flugvellina í Reykjavík og Keflavík lokað fyrir blindflugsumferð í dag. 

Innanlandsflug liggur nú niðri en staðan hjá Flugfélagi Íslands verður skoðuð að nýju eftir hádegið.

Svæði 1, þar sem blindflug er bannað, nær yfir stóran hluta Íslands og mun hafa veruleg áhrif á innanlandsflug en ekkert verður flogið innanlands að minsta kosti fram að hádegi. Loftrýmið við Egilsstaða- og Akureyrarflugvelli opið enn sem komið er. 

Von er á nýrri gjóskudreifingarspá frá bresku veðurstofunni kl 13.

Spákort bresku veðurstofunnar um gjóskudreifingu á hádegi í dag. Á …
Spákort bresku veðurstofunnar um gjóskudreifingu á hádegi í dag. Á svarta svæðinu er blindflugsbann.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert