Gas fylgir vatninu úr Gígjökli

Gufa sést nú stíga ofarlega úr Gígjökli, líklega vegna þess …
Gufa sést nú stíga ofarlega úr Gígjökli, líklega vegna þess að þar renni heitt vatn frá hrauninu. www.vodafone.is/eldgos

Gas kemur með vatninu undan Gígjökli og er sterk gaslykt á svæðinu. Gasið getur verið hættulegt og ástæða til að vara fólk við að fara innfyrir jökulgarðana við Gígjökul, að mati Magnúsar Tuma Guðmundssonar prófessors. Vísindamenn hafa ekki flogið yfir eldstöðvarnar í dag, en þar er lágskýjað.

Vatnsflæði undan Gígjökli jókst laust fyrir hádegi í dag en dró fljótlega úr því aftur.  Nokkur hækkun hefur mælst á vatnsyfirborði við Markarfljótsbrú, samkvæmt frétt frá almannavörnum. Gufumökkur sést nú stíga ofarlega úr Gígjökli.

Magnús Tumi taldi líklegast að gufumökkurinn stafi frá heitu vatni sem renni frá nýrunnu hrauninu og þaðan undir jökulinn. Hann vildi ekki fullyrða neitt um hvort hraunið sé komið þetta langt undir jökulinn.

Mælar Veðurstofunnar við gömlu Markarfljótsbrúna mældu aukna vatnshæð þegar flæði jókst undan Gígjökli í dag. Um leið og flæðið jókst hækkaði hitastig vatnsins eftir um kl. 14.00 í dag úr um 1,5°C í rúmlega 11°C á skammri stundu.

Hættuleg gasmengun á svæðinu

Magnús Tumi sagði vatn renna ofan á hrauninu og þetta bendi til þess að bræðsluvatnið nái ekki að kólna almennilega á leiðinni undir jökulinn og niður. Það geti einnig bent til þess að nokkuð góður gangur sé í hraunrennslinu úr gígnum. 

„Það er gas sem fylgir vatninu og sterk gaslykt þarna. Það þarf að vara fólk við að fara inn fyrir jökulgarðana í Gígjökli. Það getur verið mjög mikil gasmengun þar,“ sagði Magnús Tumi. Gasið getur verið hættulegt fólki.

Nota þarf grímur við öskuhreinsun

Hreinsunarstörf halda áfram undir Eyjafjöllum. Sóttvarnalæknir sendi í dag frá sér tilmæli til þeirra sem vinna við hreinsun á þurri ösku að þeir noti öndunargrímur við störfin.  Öndunargrímurnar eru afhentar í þjónustumiðstöðinni á Heimalandi og á heilsugæslustöðvum í nágrenni gosstöðvanna

Loftrými umhverfis Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli hefur verið lokað fyrir blindflugsumferð í dag og hefur það valdið töluverðum röskunum á flugáætlunum.  Akureyrar- og Egilsstaðaflugvellir eru opnir allri umferð.  Athugað verður með flug til og frá Reykjavík síðar í dag.  Flugfarþegum er bent á að leita sér upplýsinga hjá flugrekendum og á textavarpinu.

Vatnshæðarmælir Veðurstofunnar við gömlu Markarfljótsbrúna mældi hækkunina í dag. Niðurstöðurnar …
Vatnshæðarmælir Veðurstofunnar við gömlu Markarfljótsbrúna mældi hækkunina í dag. Niðurstöðurnar eru óyfirfarnar. www.vedur.is
Einni vefmyndavél Vodafone er beint að neðri hluta Gígjökuls. Ekki …
Einni vefmyndavél Vodafone er beint að neðri hluta Gígjökuls. Ekki er óhætt að fara innfyrir jökulgarða Gígjökuls vegna gasmengunar. www.vodafone.is/eldgos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert