Gosvirkni aukist töluvert

Mynd úr vefmyndavél Vodafone í dag.
Mynd úr vefmyndavél Vodafone í dag. Ljósmynd/Vodafone.is/eldgos

Mælingar Veðurstofu Íslands benda til þess að gosvirkni hafi aukist nokkuð undanfarnar klukkustundir. Þetta fékkst staðfest á Veðurstofunni þar sem áfram er grannt fylgst með virkninni. Óvíst er þó hvaða þýðingu aukin virkni kann að hafa.

Ein skýring á aukinni virkni kann að vera sú að hraunið sé komið niður í hallan og engin fyrirstaða er fyrir hendi. Ef svo kemst hraunið hraðar niður úr og einnig hraðar upp úr, en virknin er í rauninni mælingar á flæði kvikunnar neðanjarðar. Þetta eru þó aðeins getgátur.

Á vefmyndavél Vodafone má sjá hvítan gufumökk leggja niður Gígjökul. Efsti hluti makkarins merkir stöðu hrauns og þeir neðri rísa upp af heitu bræðsluvatni.

Í minnisblaði Jarðvísindastofnunnar Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands frá því í gærkvöldi segir að upphleðsla klepragígs haldi áfram og virðist ekkert draga úr krafti gossins. Gígurinn sé 200 metrar í þvermáli og nálgist yfirborð jökulsins. Hraun renni hægt frá gígnum og fer mesta orka þess í að bræða ís.

Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að órói hefur aukist töluvert.
Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að órói hefur aukist töluvert. Mynd/vedur.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert