Aska svífur yfir Reykjavík

Brúnt mistur er yfir höfuðborginni.
Brúnt mistur er yfir höfuðborginni. mbl.is/Ómar

Styrkur svifryks á höfuðborgarsvæðinu fer væntanlega yfir heilsuverndarmörkin í dag, samkvæmt upplýsingum frá umhverfissviði Reykjavíkurborgar. Svifryk berst sennilega að mestu leyti frá öskufallssvæðinu við Eyjafjallajökul. Einnig má búast  við svifryksmengun í Reykjavík á morgun.

Hálftímagildið klukkan 12:30  í dag á mælistöð Reykjavíkurborgar við Grensásveg mældist 116 míkrógrömm á rúmmetra og í Fjölskyldu – og húsdýragarðinum var það 86.

Meðalgildið frá miðnætti við Grensásveg í hádeginu var 85 míkrógrömm á rúmmetra. Heilsuverndarmörk svifryks á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Svifryk berst sennilega að mestu leyti frá öskufallssvæðinu við Eyjafjallajökul. Ástæða er til að benda þeim á sem eru með viðkvæm öndunarfæri s.s. lungnasjúkdóma eða astma að forðast mikla útiveru í dag og ef til vill á morgun - en líkur eru á betri loftgæðum á sunnudaginn, samkvæmt upplýsingum frá umhverfissviði Reykjavíkurborgar.

Suðaustlægar áttir eru ríkjandi og töluverður vindur er til staðar. Ekki er búist við úrkomu í kvöld. Draga mun úr vindstyrk á morgun en áfram eru líkur á svifryksgildum yfir heilsuverndarmörkum á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá nánar hér

Aska frá eldgosinu í Eyjafjallajökli hefur borist víða
Aska frá eldgosinu í Eyjafjallajökli hefur borist víða Ljósmynd Anný Aðalsteinsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert