Kippir og óróaskot í jöklinum

Eyjafjallajökull tók kipp nú undir kvöld en hefur róast aftur.
Eyjafjallajökull tók kipp nú undir kvöld en hefur róast aftur. Rax / Ragnar Axelsson

Aukinn gosórói kom upp í Eyjafjallajökli nú undir kvöld og hefur svartur mökkur sést rísa frá toppi fjallsins. Að sögn Gunnars B. Guðmarssonar jarðvísindamanns á Veðurstofu Íslands jókst virknin mjög skarpt upp úr kl. 17 fram til kl. 19:50 og svo aftur nú laust fyrir 21, en dettur niður þess á milli.

 „Þetta er mesti órói sem við höfum séð frá þeim tíma þegar virknin féll að mestu niður. Það getur verið að það hafi komið einhver kvika þarna upp, það er ómögulegt að segja, en það er eins og það hafi orðið einhvers konar gufusprengingar eða aukið gasstreymi með hávaða og látum, það er allavega einhvers konar sprengivirkni," segir Gunnar.   Hinsvegar hafa engir djúpir skjálftar verið og engar landbreytingar samkvæmt gps mælingum.  

Gunnar segir hugsanleg að svarti mökkurinn sem tilkynnt hefur verið um hafi stafað af því að aska, sem nóg er af fyrir í kringum gosstöðvarnar, hafi þyrlast upp við sprengingu. „Þetta er miklu meira en hefur verið en þetta er ekki að koma djúpt að neðan, það er eitthvað að gerast við yfirborðið. Það getur verið að það megi búast við svona óróakviðum af og til með einhverri virkni. Miðað við heimildir frá gosinu 1821-23 þá er lýsingar á því að svona púst hafi komið upp öðru hverju."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert