Hart barist á víkingahátíð

Víkingar skjóta í mark í Hafnarfirði.
Víkingar skjóta í mark í Hafnarfirði. hag / Haraldur Guðjónsson

Víkingar frá öllum heimshornum eru nú staddir í Hafnarfirði á sólstöðuhátíð. Þetta er í 14. skiptið sem hátíðin er haldin og hefur hún verið vel sótt, en hún er við Fjörukrána í Hafnarfirði.

Þar má m.a. sjá víkinga berjast, konur sýna vattarsaum og karlar endurnýja spjótsodda og endurbæta sverðin sín. Þeir sem eru vígamóðir geta snætt grillað kjöt að hætti víkinga og kneifað mjöð úr horni.

Sumir víkinganna eru að koma í 14. sinn á hátíðina. Tónlist skipar veglegan sess á hátíðinni. Meðal gesta eru víkingar frá Færeyjum og gestir frá Grænlandi sem selja grænlenskt handverk.

Hátíðinni lýkur um næstu helgi.

Konur eru líka leiknar með bogann.
Konur eru líka leiknar með bogann. hag / Haraldur Guðjónsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert