Samþykktu að fara í samstarf við Besta flokkinn

Samfylkingin í Reykjavík ræddi samstarfið við Besta flokkinn á fundi …
Samfylkingin í Reykjavík ræddi samstarfið við Besta flokkinn á fundi í kvöld. Árni Sæberg

Almennur  félagsfundur Samfylkingarfélaganna í Reykjavík samþykkti málefnasamning og meirihlutamyndun fokksins með Besta flokknum á félagsfundi í kvöld.

Dagur B Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar kynnti málefnasamninginn og ræddu fundarmenn hann síðan, beindu spurningum og athugasemdum til Dags og lýstu yfir ánægju með innihald hans. Hann var síðan samþykktur með atkvæðum allra fundarmanna.

Ný borgarstjórn tekur formlega við stjórn borgarinnar á morgun, þriðjudag. Jón Gnarr verður borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson verður formaður borgarráðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert