Dópaður í Lögbergsbrekku

Á Suðurlandsvegi.
Á Suðurlandsvegi. mbl.is/Júlíus

Lögreglan á Selfossi tók ökumann fyrir meintan fíkniefnaakstur á Suðurlandsvegi í Lögbergsbrekku ofan við Reykjavík um kl. 01 í nótt. Lögreglumenn voru við almennt eftirlit og ákváðu að stöðva bifreiðina og kom þá þetta í ljós.

Kallað var eftir aðstoð lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem fluttu manninn til Reykjavíkur.

Þá kom upp eldur í íbúðarhúsi í Tjarnarhverfi á Selfossi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi þar sem kviknaði í út frá feiti í potti. Slökkviliðsmaður sem býr í nærliggjandi húsi fékk kvaðningu um eldinn og kom á staðinn með slökkvitæki og tókst að ráða niðurlögum hans, áður en enn verr fór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert