Blásum í herlúðra

Unnur Brá Konráðsdóttir.
Unnur Brá Konráðsdóttir.

„Nú blásum við í herlúðra og berjumst gegn þessu,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður Sjálfstæðisflokks um þá ákvörðun leiðtoga Evrópusambandsins að hefja viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Unnur hefur verið einn af harðari andstæðum aðildar að ESB á Alþingi og var meðal flutningsmanna þingsályktunartillögu sem fram kom á Alþingi á dögunum þar em skorað var á stjórnvöld að draga umsókn um aðild til baka. „Við höfum nóg annað með tíma okkar og peninga en standa í þessu ati. Það er líka mjög dapurlegt að ríkisstjórnin skuli ekki hafa beint sínum áhrifum til þess að umsóknin væri tekin fyrir á öðrum degi en einmitt 17. júní, þegar við höldum okkar þjóðhátíð," segir Unnur.

Hún bendir á nú þegar séu byrjað að aðlaga öll vinnubrögð stjórnsýslunnar að þeim háttum sem fylgt sé á vettvangi ESB. Það gerist án þess að málið hafi verið rætt sem skyldi á fyrri stigum, svo sem þau mál sem snúa að íslenskum landbúnaði en þeir sem eiga hagsmuna að gæta á þeim vettvangi eru einhverjir hörðustu andstæðingar aðildar að sambandi Evrópuþjóða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert