Dagur Jóns Sigurðssonar í Manitoba

Peter Bjornson, viðskiptaráðherra Manitoba.
Peter Bjornson, viðskiptaráðherra Manitoba. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Manitobaþing í Kanada samþykkti 17. júní sl. lög þess efnis að héðan í frá yrði 17. júní tileinkaður Jóni Sigurðssyni forseta og nefndur dagur Jóns Sigurðssonar.

Peter Bjornson, fyrrverandi menntamálaráðherra og nú viðskiptaráðherra Manitoba, var talsmaður þess á þingi að 17. júní yrði tileinkaður Jóni Sigurðssyni forseta.

Peter segir að framganga Jóns Sigurðssonar sé öðrum þingmönnum, hvar sem sé í heiminum, til eftirbreytni. Hann hafi sýnt hverju megi fá áorkað með ákveðni og einurð og áréttað mikilvægi talaðs og skrifaðs orðs. „Það var stór stund þegar fylkisstjórinn staðfesti lögin 17. júní,“ segir Peter Bjornson við Morgunblaðið í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert