HM hefur meiri áhrif en eldgosið

Landmannalaugar eru einn mest sótti viðkomustaður á hálendinu.
Landmannalaugar eru einn mest sótti viðkomustaður á hálendinu. mbl.is/RAX

„Það er búin að vera ágætistraffík en ekkert meira en það, maður sér að það fjölgar tjöldum næstum því með hverjum deginum,“ segir Arnar Ásgrímsson, landvörður í Landmannalaugum.

„Þetta er allt að fara af stað, júní er yfirleitt rólegur en í júlí fara hóparnir að koma. Við vorum að skoða myndir af tjaldstæðinu frá sama tíma í fyrra og þá var kannski aðeins meira af fólki, en þá var líka mjög fjölmennt,“ segir Arnar.

Eldgosið hefur eflaust einhver áhrif að hans sögn en ekki síður heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem heldur mörgum heima við sjónvarpsskjáinn enn sem komið er.

„En það er eiginlega engin aska hérna, maður sér aðeins í fjöllunum í kring en það truflar ekki og það hafa verið að koma hingað hópar sem höfðu ætlað í Þórsmörk en komu hingað í staðinn.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert