Er ósammála ummælum félagsmálaráðherrans

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, og Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, og Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, kveðst alls ekki vera sammála Árna Páli Árnasyni félagsmálaráðherra um að tilmæli Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins frá 30. júní hafi verið ótímabær.

„Í fyrsta lagi lá fyrir að fjármálafyrirtækin þurftu að fá leiðbeiningu um hvernig þau ættu að ganga frá sínum hálfsárs uppgjörum. Það gat ekki komið síðar en í lok júní. Þau gátu því ekki verið ótímabær og gátu ekki komið seinna en þau birtust,“ segir Gylfi í Morgunblaðinu í dag. „Eins og umræðan sýnir þá sýnist sitt hverjum um tilmælin sem slík. Ég tek ekki undir skoðun Árna Páls á þeim heldur.“

Gylfi fagnar þeirri ákvörðun viðskiptabanka og sparisjóða að bjóða viðskiptavinum, sem skulda fasteignalán tengd gengi erlendra mynta, að borga fasta krónutölu í afborganir. Með því njóti viðskiptavinirnir lækkunar greiðslubyrði eins og von væri á ef gengistryggingarákvæðum þessara lána væri vikið til hliðar.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert