Ekki farið á svig við lögin

„Það hefur ekki verið farið á svig við lögin og það var enginn þrýstingur af hálfu Samfylkingarinnar í þessu máli eins og fram hefur komið, það er fjarri lagi,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þegar hún var spurð út í málefni Magma.

„Ég held að lögin standi, en það er spurning hvort að menn vilji endurskoða þessi lög og hvort þeir telji þau það gölluð að það eigi að endurskoða þau. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að endurskoða lögin. En hvað þetta mál varðar, þá get ég ekki séð - nema annað komi í ljós, að það hafi ekki verið farið á svig við lögin. Engar leiðbeiningar verið gerðar, óeðlilegar að hálfu iðnaðarráðuneytisins í þessu efni. Við erum að skoða þetta mál áfram og munum taka það upp til umfjöllunar á næsta fundi að viðstöddum umhverfisráðherra,“ sagði Jóhanna við blaðamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.

Fram hefur komið að nefnd um erlenda fjárfestingu hafi verið beitt þrýstingi í Magma-málinu, til að hún skilaði þeirri niðurstöðu að fjárfesting Magma í HS Orku, í gegnum skúffufélag í Svíþjóð, hefði verið heimil.

Björk Sigurgeirsdóttir nefndarmaður hefur sagt niðurstöðu nefndarinnar hafa verið pantaða og Silja Bára Ómarsdóttir, sem einnig á sæti í nefndinni, hefur sagt viðskiptaráðuneytið hafa beitt nefndina þrýstingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert