„Það er ekkert stórafmæli“

Margrét Hannesdóttir.
Margrét Hannesdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Margrét Hannesdóttir frá Núpsstað er 106 ára í dag. Hún fæddist 15. júlí 1904 og er næstelst núlifandi Íslendinga, Torfhildur Torfadóttir á Ísafirði er aðeins eldri en Margrét en Torfhildur fæddist 24. maí 1904.

„Ég ætla ekkert að halda upp á afmælið, því það er ekkert stórt afmæli,“ sagði Margrét þegar Morgunblaðið ræddi við hana í gær. En eru ekki öll afmæli hennar núorðið stórafmæli?

„Ja, það segja krakkarnir en ég segi annað. Ég held ekkert afmæli nema þegar stendur á heilum eða hálfum tug,“ sagði Margrét. 

Hún býr enn í húsinu sem hún flutti í árið 1941 ásamt manninum sínum, Samúel heitnum Kristjánssyni sjómanni. Þau fengu lóð við Langholtsveginn og byggðu húsið. Margrét og Samúel giftust árið 1930 og eignuðust fimm börn. Samúel dó árið 1965. 

Nánar er rætt við Margréti í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert