Óðu Þjórsá upp að mitti og hittu fjármálaráðherra

Göngukonurnar þrjár.
Göngukonurnar þrjár.

„Stemningin er svakalega góð og það er búið að ganga ótrúlega vel. Þetta hefur verið miserfitt en er eiginlega léttara þegar maður lítur til baka eins og oft er,“ segir Kristín Jóna Hilmarsdóttir sem lýkur 30 daga göngu þvert yfir landið í dag ásamt þeim Önnu Láru Edvardsdóttur og Margréti Hallgrímsdóttur.

Þegar blaðamaður slær á þráðinn eru þær stöllur staddar á Langanesi og eru því komnar langleiðina, en þær ljúka ferðinni á Fonti sem er ysti oddinn á Langanesi. Samkvæmt gps-tæki hópsins hafa þær gengið 613,33 km og eiga eftir 35 km sem gengnir verða í dag en leiðin er í allt um 650 km. „Það stendur upp úr í ferðinni að hafa vaðið yfir Þjórsána í þvílíka kraftinum upp að mitti en við fengum aðstoð við að komast þar yfir. Á föstudaginn var hittum við líka Steingrím J. Sigfússon á Öxafjarðarheiðinni. Hann er einmitt frá þessum slóðum og fór fyrstur þessa leið sem kölluð er Steingrímsstígur. Hann hafði haft spurnir af ferðalagi okkar og þar sem við erum að ganga heiðina kemur bíll á móti okkur og stoppar. Þar var Steingrímur kominn og spyr hvort við séum göngukonurnar miklu. Það var skemmtilegt að spjalla við Steingrím sem sýndi förinni áhuga,“ segir Kristín Jóna. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert