Rifti samningum við Magma

Frá Suðurnesjum.
Frá Suðurnesjum. Ómar Óskarsson

„Það er alveg ljóst að það eru mjög sterk sjónarmið í þá átt í okkar þingflokki að við viljum reyna að vinda ofan af þessari niðurstöðu. Það eru engar nýjar fréttir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, aðspurður um hvort flokkurinn vilji rifta samningum við Magma Energy.

Þingflokkur VG ræddi málið í gær og bárust þær fréttir af fundinum að þar hefði verið lagt til að slíta bæri samningum við fyrirtækið.

„Umræðurnar í þingflokknum í gær endurspegluðu þetta. Þannig að þetta er að því leyti efnislega rétt. Það var hins vegar ekki samþykkt nein ályktun eða gerð sérstök samþykkt, en þetta var andi umræðnanna.“

- Styttist í að við getum séð frekari skref af ykkar hálfu í málinu?

„Málið er í farvegi á milli viðkomandi ráðherra. Við munum hafa samráð við þingflokkana um málið. Það er verið að vinna í því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert