Stútfullt í Herjólfi

Herjólfur í Landeyjahöfn.
Herjólfur í Landeyjahöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Ferðir Herjólfs hafa gengið mjög vel að sögn Steinars Magnússonar, skipstjóra. Margir hafa nýtt sér ferðir Herjólfs að undanförnu og segir Steinar bíldekkið hafa verið stútfullt hverja einustu ferð. „Íslendingar ganga ekki langt. Það þurfa allir að taka bílinn sinn með sér,“ segir Steinar.

Menn virðast vera almennt ánægðir með nýju höfnina að mestu leyti en hún sé örlítið þröng. „Það er svolítið þröngt fyrir okkur að snúa skipinu. En hún var auðvitað ekki hönnuð fyrir þetta skip,“ segir Steinar. Lögregla hefur nú lokað höfninni og er Herjólfur eina skipið sem siglir inn og út úr henni.

Áætlað er að umferðin til Vestmannaeyja muni hefjast á miðvikudag en 8.300 manns munu ferðast með Herjólfi í vikunni en skipið rúmar um 500 manns.

„Fólk þarf að gera ráð fyrir góðum ferðatíma,“ segir Steinar og bætir við að fólk þurfi að vera mætt hálftíma fyrir brottför í Herjólfi. „Við viljum loka skipinu 5 mínútum fyrir brottför, til þess að geta lagt af stað á réttum tíma“.

Hægt er að nálgast miðann sinn í Herjólf hjá Flytjanda í Klettagörðum 15, en það myndi flýta fyrir afgreiðslu. „Þá fer fólk bara beint um borð í stað þess að bíða í röð niður frá“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert