Fyrsta konan til að þreyta Viðeyjarsund í hálfa öld

Benedikt, Árni Þór og Þórdís Hrönn fengu góðar móttökur að …
Benedikt, Árni Þór og Þórdís Hrönn fengu góðar móttökur að sundi loknu. mbl.is/Eggert

Tveir karlar og ein kona syntu frá Viðey til Reykjavíkurhafnar í morgun. Þórdís Hrönn Pálsdóttir er þriðja konan sem syndir formlegt Viðereyjarsund, og sú fyrsta frá árinu 1959.

Auk Þórdísar þreyttu þeir Benedikt Hjartarson og Árni Þór Árnason sundið. Þau lögðu af stað kl. 9:50. Sundið gekk vel enda kjöraðstæður, logn og lygn sjór.

Þórdís Hrönn synti á einni klukkustund, 22 mínútum og 11 sekúndum, sem er nýtt kvennamet. Hefur sundið verið staðfest með formlegum hætti hjá Sundsambandi Íslands.

Benedikt Hjartarson synti á 1:30:23 og Árni Þór Árnason var á tímanum 1:26:58.

Formlegt Viðeyjarsund telst vera leiðin frá Viðeyjarbryggju inn í Reykjavíkurhöfn að flotbryggjunni við gamla slippinn.

Fyrstur manna til þess að synda þetta sund var Benedikt G. Waage árið 1914 á 

Alls hafa 35 nú synt Viðeyjarsund frá upphafi, þar af þrjár konur. Sú fyrsta var Ásta Jóhannesdóttir Briem, sundkona úr KR, sem þreytti sundið árið 1928.  Helga Haraldsdóttir sundkennari synti svo sundið árið 1959.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert