Stormur á milli nefnda

Skip í vandræðum í stormi í Hafnarfjarðarhöfn.
Skip í vandræðum í stormi í Hafnarfjarðarhöfn. Árni Sæberg

Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra telur það líklegt að nefnd vegna orku- og auðlindamála, sem skipuð var í tengslum við Magma-málið, fari einnig yfir eignarhald á fyrirtækjum í sjávarútvegi ef nefnd um erlenda fjárfestingu kemst að þeirri niðurstöðu að 43,25% hlutur kínverska fyrirtækisins Nautilus Fisheries í Stormi Seafood sé lögmætur.

Nefnd um erlenda fjárfestingu fer nú yfir málið eftir að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra óskaði eftir því að viðskiptaráðuneytið tæki málið til skoðunar.

„Það borgar sig samt ekki að vera með getgátur um hvað kemur út úr þessu hjá nefndinni. Hún verður náttúrlega að hafa sitt svigrúm til að skoða þetta mál,“ segir Gylfi Magnússon í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert