Sigríður Guðmarsdóttir: Hann stóð í lappirnar árið 1996

sr. Sigríður Guðmarsdóttir
sr. Sigríður Guðmarsdóttir mbl.is

Sigríður Guðmarsdóttir sóknarprestur í Grafarholti sagði í viðtali við síðdegisútvarp Rásar 2 í gær að hún væri alveg ósammála séra Geir Waage um túlkun á þagnarskyldu. Þetta kom fram í umræðum um mál Ólafs Skúlasonar fyrrverandi biskups, sem Sigríður vill að kirkjan taki til frekari rannsóknar og geri upp. Hyggst hún m.a. senda bréf til biskups vegna þessa.

Sigríður gagnrýndi jafnframt þá umræðu sem hefði átt sér stað, meðal annars á blogginu, en þar væri „Geir Waage orðinn kóari og hann er orðinn þöggunarmaður með Ólafi Skúlasyni" í því máli sem upp kom fyrir 14 árum. Sigríður sagði þetta rangt og að hún hefði „ekki gleymt því hver það var sem að þó stóð í lappirnar af okkur prestunum 1996 og það var Geir Waage," sem hefði barist „mjög einarðlega fyrir því að Ólafur Skúlason myndi segja af sér vegna þessara mála".

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert