Þingmannanefnd skilar brátt áliti

Skýrsla rannsóknarnefndarinnar.
Skýrsla rannsóknarnefndarinnar. mbl.is/Ernir

„Við erum á fullu kafi í vinnu og erum búin að vera það síðustu tvær vikur. Við erum enn að og stefnum að því að ljúka okkur af vonandi í næstu viku,“ segir Atli Gíslason, þingmaður VG og formaður þingmannanefndar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um hvenær vænta megi álits nefndarinnar.

Aðspurður hvort nefndin hafi lokið álitsgerð á álitaefnum á borð við ráðherraábyrgð og landsdóm segir Atli að hún hafi unnið útdrætti úr 9 bindum skýrslunnar og tekið saman afstöðu sína til niðurstaðna og ályktana rannsóknarnefndarinnar.

„Það er ekki komin endanleg niðurstaða í þá vinnu frekar en ráðherraábyrgðina. Það skýrist allt þegar við skilum af okkur, hvenær sem við náum því í næstu viku.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert