Mun ljúka með eðlilegum hætti

Eva Joly.
Eva Joly. mbl.is/Golli

Eva Joly kveðst ánægð með uppbyggingu embættis sérstaks saksóknara. Hún hyggur nú á forsetaframboð í Frakklandi og segir að ekki hafi verið gert ráð fyrir að ráðgjöf hennar hér á landi myndi vara að eilífu: „Störfum mínum mun ljúka með eðlilegum hætti.“

Hún vill í viðtali í Sunnudagsmogganum ekki tjá sig um gang rannsóknar embættis sérstaks saksóknara, en bætir við: „Einnig höfum við smám saman áttað okkur á ferli afbrotanna. Hlutirnir eru mun skýrari nú en þeir voru í upphafi.“

Joly segir að búast megi við því að þeir, sem rannsóknin beinist að, muni beita öllum brögðum til að tefja og drepa málum á dreif, þar á meðal með því að láta líta út fyrir að annarlegar hvatir búi að baki.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert