Ekkert bankaútibú á Hellissandi eftir lokun Landsbankans

Frá Hellissandi.
Frá Hellissandi. mbl.is/Hrefna

Viðskiptavinir Landsbankans á Hellissandi og Rifi munu þurfa að leita sér þjónustu á Ólafsvík eftir lokun útibúsins á Hellissandi hinn 17. september.

Ekkert bankaútibú verður í bænum eftir lokunina og segist Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, ósáttur við lokunina. „Það er dapurlegt að þegar kemur að niðurskurði er alltaf byrjað úti á landi. Það verður minna vart við hann í þéttbýlinu.“

Útibússtjóri Landsbankans í Snæfellsbæ, Eysteinn Jónsson, segir sameiningu útibúanna á Hellissandi og Ólafsvík munu leiða til betri bankaþjónustu fyrir íbúa svæðisins og aukinna möguleika fyrir starfsfólk bankans. „Það er stutt á milli, þetta eru eins og tvö hverfi í sama sveitarfélagi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert