Ræddi um sígauna við forsetann

Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík ræddi við forseta Slóvakíu um mismunun sem sígaunabörn búa við þar í landi þegar forsetinn heimsótti Höfða í hádeginu. Jón sagði forsetann hafa rætt við sig um málið og útskýrt að unnið væri að úrbótum.

Íslandsdeild Amnesty International hvatti íslenska ráðamenn til að vekja athygli á mannréttindabrotum gegn sígaunabörnum í Slóvakíu. Sögðu samtökin að þúsundir slíkra barna fái ófullnægjandi menntun í skólum sem ætlaðir eru nemendum með „væga vitsmunalega fötlun“ eða skólum þar sem nemendur eru aðgreindir eftir uppruna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert