Mikil reiði innan VG

Mikil reiði er sögð meðal vinstri grænna út í Jóhönnu …
Mikil reiði er sögð meðal vinstri grænna út í Jóhönnu Sigurðardóttur eftir ræðu hennar í þinginu í gær. mbl.is/Magnús

Mikil reiði er innan VG vegna ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í gær, þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð þingmannanefndar sem fjallaði um ráðherraábyrgð og landsdóm, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

„Þetta er alvarlegt umhugsunarefni, ekki síst fyrir hana, en líka fyrir mig. Ég ætla bara að telja upp að tuttugu og sofa á þessu. Ég er bara að melta þetta ennþá og ætla að geyma mér frekari yfirlýsingar,“ sagði Atli Gíslason, formaður nefndarinnar.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, vildi lítið segja um ræðu Jóhönnu í gærkvöldi. „Ég biðst undan því að svara neinu um þessa ræðu Jóhönnu. Afstaða mín í þessu máli mun koma fram í þingræðum,“ sagði Steingrímur.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins töldu þingmenn VG í gær að forsætisráðherra hefði komið í bakið á samstarfsflokknum og voru viðmælendur á því í gærkvöld að stjórnarsamstarfið hefði stórskaddast. Heyrðust þingmenn VG segja „stjórnarslit“ í þingsal Alþingis þegar Jóhanna hafði flutt ræðu sína, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.


Mikil reiði er sögð meðal vinstri grænna út í Jóhönnu …
Mikil reiði er sögð meðal vinstri grænna út í Jóhönnu Sigurðardóttur. mbl.is/Kristinn
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert