Ekki bólar á bréfinu til ESA

Kristrún Heimisdóttir.
Kristrún Heimisdóttir. mbl.is/Ásdís

„Það er óbreytt staða hvað varðar ESA. Það ekki búið að skila svari og þetta er í rauninni enn í sömu stöðu og hefur verið,“ segir Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður efnahags- og viðskiptaráðherra.

ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, sendi íslenskum stjórnvöldum áminningarbréf varðandi Icesave-málið en þar var niðurstaða ESA sú að Ísland hefði brotið gegn jafnræðisreglu EES-svæðisins með því að greiða ekki lágmarkstryggingu til Icesave-reikningshafa.

Svarfrestur var til 1. ágúst og var framlengdur til 8. september. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið í síðasta mánuði að ESA hefði gefið óformlegan frest fram til mánaðarmóta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert