Krafa um víðtæka aðlögun

Evrópufáninn lagaður til.
Evrópufáninn lagaður til. reuters

Laga þarf stjórn- og dómskerfi Íslands að regluverki Evrópusambandsins áður en aðild kemur til greina og mun hraði aðildarviðræðna ráðast af því „hve vel Íslandi tekst að uppfylla kröfur vegna aðildar“.

Þetta kemur fram í greinargerð ríkjaráðstefnu aðildarríkja Evrópusambandsins í júlí sl. í tilefni af opnun viðræðna um hugsanlega aðild Íslands að sambandinu, en fjallað er um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Vikið er að Icesave-deilunni í skjölum sameiginlegrar þingmannanefndar ESB og Íslands, vegna fundar hennar 4.-5. október sl., en þar er mælst til þess í undirkaflanum „Um hinar efnahagslegu forsendur Evrópusambandsaðildar“ að Íslendingar, Bretar og Hollendingar komist að „nýju samkomulagi“ í deilunni.

Þá kemur fram í greinargerðinni að „Ísland [skuli] taka upp evru sem innlendan gjaldmiðil í kjölfar ákvörðunar [leiðtoga]ráðsins þar að lútandi á grundvelli mats á því hvort það uppfylli nauðsynleg skilyrði“.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert