Mikill meirihluti hlynntur mótmælum

Mótmæli á Austurvelli fyrir réttum mánuði.
Mótmæli á Austurvelli fyrir réttum mánuði. mbl.is/Júlíus

73% Íslendinga eru hlynnt mótmælum almennings þetta haustið að því er kemur fram Þjóðarpúlsi Gallup, sem sagt var frá í fréttum Sjónvarpsins. 13% eru andvíg en 14% sögðust hvorki hlynnt né andvíg mótmælunum.

Fram kom að háskólamenntaðir og þeir sem hafa meiri tekjur eru almennt andvígari mótmælum en þeir sem hafa minni tekjur og menntun. 

Um 40% kjósenda Samfylkingarinnar sögðust hlynnt mótmælum, 63% kjósenda VG, 75% sjálfstæðismanna og rúmlega 95% kjósenda Hreyfingarinnar styðja mótmælin.

Mjög mismunandi svör voru við því hverju fólk hafi verið að mótmæla, en flestir, eða þriðjungur, sögðust hafa verið að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert