Borgin greiðir 290 milljónir vegna lóðar við Hörpu

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa.
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa.

Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna frágangs við lóð tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu á þessu og næsta ári er áætlaður 286,8 milljónir króna. Borgarráð samþykkti útgjöldin á fundi sínum í liðinni viku.

Framkvæmdirnar eru skýrðar í bréfi frá Hrólfi Jónssyni, sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs borgarinnar, til borgarráðs. Þar kemur fram að Reykjavíkurborg hafi samið um að borgin beri kostnað af gerð gatna og gangstíga utan lóðar Hörpu og einnig innan lóðar, að því leyti sem um er að ræða almenningsrými og tengingar við gatna- og göngustígakerfið.

Kostnaður borgarinnar vegna ólokinna framkvæmda utan lóðar er áætlaður 100 milljónir króna og kostnaður innan lóðar er 123,5 milljónir króna, samtals 223,5 milljónir.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert