Tjáir sig ekki um ummælin

Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra. mbl.is/Þorkell

„Afstaða mín til ESB-aðildar er og hefur verið öllum ljós og í samræmi við stefnu míns flokks. Ég greiddi því atkvæði gegn því að sótt yrði um aðild að ESB,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, greindi frá því á Alþingi í fyrradag að í fyrrasumar hefði Samfylkingin hótað Jóni embættismissi greiddi hann ekki atkvæði með tillögunni um aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Jón vill ekki tjá sig um þessi ummæli flokksfélaga síns, hvorki neitar þeim né játar, og vísar til þess að afstaða sín hafi verið öllum ljós.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert