Vill lækka fasteignavexti í 3%

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir.

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag, að því miður hefði efnahags- og viðskiptaráðherra ekki enn komið fram með frumvarp, sem tryggði jafnræði milli lántakenda og lánveitenda og færi 185 milljarða, sem voru teknir af lántakendum, aftur til þeirra.

„Í ljósi þessa vil ég bjóða fram krafta mína, sem formaður Viðskiptanefndar, til að keyra hratt í gegnum þingið frumvarp um vexti og verðtryggingu sem setji þak á vexti fasteignalána þannig að þeir verði um 3%. Það mun lækka greiðslubyrði 73 þúsund heimila, koma 4000 heimilum úr vanda, lækka leigu hjá fjölda manns og þrýsta vöxtum almennt niður. Auk þess mun þessi vaxtalækkun örva eftirspurn í samfélaginu og auka skatttekjur ríkissjóðs," sagði Lilja.

Hún sagði að kostnaðurinn af vaxtalækkuninni muni dreifast á 40 ár þannig að það  ætti ekki að þurfa að koma koma niður á lífeyri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert