Ráðherra ver ráðningu sonar síns

Jón Bjarnason
Jón Bjarnason Ómar Óskarsson

„Hann er líka virtur líffræðingur,“ sagði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um þá ákvörðun ríkisins að ráða son hans, Bjarna, til að fara yfir fiskveiðistjórnunarmál. Jóni var heitt í hamsi er hann svaraði gagnrýni Ásbjörns Óttarsson, þingmanns Sjálfstæðisflokks, og barði í púltið.

Ásbjörn gagnrýndi ráðningu Bjarna og vísaði til þess að sá síðarnefndi hefði lýst yfir afdráttarlausri skoðun sinni á dragnótarveiðum sem hlyti að hafa áhrif á störf hans fyrir ríkisvaldið.

Jón kunni þessari fyrirspurn mjög illa og sá Siv Friðleifsdóttir, varaforseti Alþingis, ástæðu til að brýna fyrir þingmönnum að sýna stillingu. Það ætti líka við um hliðarsali Alþingis.

En heyra mátti í útsendingu Alþingis að Jón átti sitt hvað ótalað við þingmenn vegna málsins í hliðarsal þingsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert