Varar Íslendinga við

Frá Laugavegi.
Frá Laugavegi. Rax / Ragnar Axelsson

„Íslendingar munu greiða atkvæði um hvort áratugir fátæktar, gjaldþrota og fólksflótta taki við í hagkerfinu,“ skrifar Michael Hudson, prófessor í hagfræði við University of Missouri, um Icesave-deiluna á vefinn Global Research í dag.

Hudson lítur svo á að uppgjöf felist í þeirri afstöðu Samfylkingarinnar og hluta þingflokks VG að samþykkja beri samninginn. Hann telur jafnframt að nú sé verið að framkvæma „grimmilega“ tilraun á Íslendingum þar sem reynt er að komast að því hversu „viljugur almenningur sé til að borga fyrir það sem hann skuldar ekki í raun vegna þess sem innherjar í bönkum hafa stolið eða lánað sér sjálfir“.

Hann telur samþykkt Icesave-samningsins setja slæmt fordæmi um alla Evrópu en skuldakreppa margra ríkja er sem kunnugt er stærsta einstaka viðfangsefni Evrópusambandsins og sautján ríkja evrusvæðisins.

„Hin efnahagslega uppgjafastefna þeirra ljær fylgi við málafylgju Evrópska seðlabankans um afnám regluverks í anda nýfrjálshyggju sem leiddi til fasteignabólu og skuldavafninga líkt og um mikinn árangur væri að ræða fremur en að vísa veginn til glímunnar við þjóðarskuldir,“ skrifar Hudson í ítarlegri grein sem má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert