Undrandi á forseta Íslands

Úr þætti TV2.
Úr þætti TV2.

Þeir Uffe Elleman-Jensen, og Mogens Lykketoft,  báðir fyrrverandi ráðherrar í Danmörku, eru reglulegir gestir í fréttaskýringaþætti dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Í síðustu viku lýstu þeir mikilli undrun yfir því að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefði vísað Icesave-lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Lykketoft sagði, að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar væri gott dæmi um hvað það væri galið að vísa máli af þessu tagi í þjóðaratkvæðagreiðslu.  

Elleman-Jensen sagði, að Ólafur Ragnar hefði neitað að staðfesta lögin þótt mikill meirihluti á íslenska þinginu hefði samþykkt þau enda hefði Icesave-samningurinn verið hagstæður. 

Lykketoft sagði, að íslenska ríkið vær í mun betri stöðu en til dæmis það gríska eða portúgalska.  En hætta væri á að þessi ruglaði forseti hefði skemmt fyrir löndum sínum með því að staðfesta ekki lögin. 

Elleman-Jensen sagði, að nú spyrðu menn sig út í heimi hvort hægt væri að gera samninga við Íslendinga. Sagði hann, að Ólafur Ragnar hefði í raun tekið lýðræðislega kjörið þing Íslendinga úr sambandi og þannig grafið undan lýðræðinu í Íslandi.

Lykketoft sagði, að hann bæri mikla virðingu fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, sem hefði leitt Ísland gegnum kreppuna og þyrfti á mórölskum stuðningi að halda. 

Þátturinn á TV2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert